Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Frjálshyggjan og eftirmáli hennar

 

Frjálshyggja er orð sem við heyrum oft notað í umræðunni. En hvað er það sem frjálshyggjan stendur fyrir? Frjálshyggjan er ein elsta hugmyndafræði stjórnmálanna. Þeir sem berjast fyrir hugmyndafræði frjálshyggjunnar hamra oft á því að frelsið sé gott og að engin höft eða regluverk eigi að standa í vegi fyrir því að t.d. fyrirtæk geti gert nánast það sem þeim sýnist.

 

Já, slíkt virðist hafa orðið yfir á Íslandi. Þeir sem stóðu á bak við innleiðingu frjálshyggjunnar gáfu fyrirtækjunum lausan tauminn. Fyrirtækin fengu að gera nánast það sem þeim sýndist. En af hverju var ekki hlustað á þá sem komu með aðvaranir um að algjört frelsi gæti leitt til ógæfu? Þeim var einfaldlega sagt að þegja.

 

Í kosningabaráttunni fyrir kosningarnar árið 2007 dreifðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eyrnatöppum til fólks og sögðu um leið að hlusta ekki á þessa vitleysu, gagnrýnisraddirnar, um að takmarkalaust frelsi væri ekki gott. En hvernig er staðan í dag? Engir eyrnatappar sáust í kosningarbáráttu Sjálfstæðisflokksins í kosningabaráttunni í apríl. Vilja sjálfstæðismenn að við hlutsum núna?

 

Getur verið að hugmyndafræði frjálshyggjunnar hafi leitt Íslensku bankanna í þrot? Jú, eins og alþjóð veit, tröllreið frjálshyggjan hér öllu árið 2007. Í dag búa Íslendingar við markað sem er gjörsamlega farinn í vaskinn. Allir þrír viðskipta bankarnir fóru á hausinn og það sem eftir er af þeim er nú í höndum ríkisins. Þetta vita allir, en ástæðurnar fyrir því að bankar sem stóðu vel að eigin sögn og áttu í gífurlegum viðskiptum en fóru samt í vaskinn vita fáir. Ef einhver gagnrýndi frjálshyggjuna var viðkomandi hreinlega sagt að þegja og eða sagt að hann væri vitleysingur. Svona starfshættir minna á öfgastjórn nasismans þar sem Hitler fór fremstur í flokki og sagði Þýsku þjóðinni að hann væri sá einni með réttu hugmyndafæðina rétt eins og boðberar frjálshyggjunnar gerðu hér á landi.

 

Þegar menn eins og Hannes Hólmsteinn Gissurarson (hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins og þar með frjálshyggjutilraunarinnar) er spurður "Afhverju fór allt bankakerfið í rugl á Íslandi"? Þá svara hann því til að þeir sem voru kapitalistar voru hreinlega ekki nógu góðir kapitalistar!! Þessi setning minnir mann á þau orð sem sögð voru við fall kommúnismans, en þá sögðu fylgjendur stefnunnar einmitt að þeir sem voru kommúnistar voru ekki nógu góðir kommar!!

 

Frjálshyggju menn segja oft "Frelsið er gott", en var það kannski of gott hér á Íslandi?

Það er alveg rétt hjá frjálshyggjumönnum að frelsið er gott en þegar ég fer með pening í bankann minn vill ég ekki að einhver fái gjörsamlegt frelsi til að gera það sem honum sýnist til að gera við hann.

 

Nú skulum við læra af reynslunni og hlusta á öll sjónarmið sem koma fram. Leggjum eyrnatappana niður því það er ekki til nein ein helblá hugmyndafræði sem kemur okkur út úr þessari kreppu.

Leitum lausna í sameiningu!

 

Guðlaugur Siggi Hannesson.

Situr í varastjórn Sambandi ungra Framsóknarmanna.

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband